Fréttir


21.10.2024

Staðfesting á breytingu á á aðalskipulagi Langanesbyggðar vegna stækkunar á hafnarsvæði Þórshafnar

Skipulagsstofnun staðfesti, 21. október 2024, breytingu á Aðalskipulagi Langanesbyggðar 2007 - 2027 sem samþykkt var í sveitarstjórn 28. ágúst 2024.

Í breytingunni felst stækkun á hafnarsvæði (H1) með landfyllingum og breyttri afmörkun, og samsvarandi minnkun á athafnasvæði (við höfn) og miðsvæði (M1). Gert er ráð fyrir allt að 0,93 ha landfyllingum við smábátahöfn, stækkun á Nýju bryggju og lengingu á Norðurgarði. Einnig er gert ráð fyrir hreinsistöð á nýju iðnaðarsvæði (I2) norðaustur af hafnarsvæði (H1). Áætluð efnisþörf í landfyllingu er 49.000 m3 og áætlað er að allt að 47.500 m3 af efni komi úr dýpkun við hafnarframkvæmdir. Auka efni verður sótt í Hálsnámu (N8 og N15).

Málsmeðferð var samkvæmt 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga.

Hægt er að nálgast aðalskipulagsbreytinguna í Skipulagsgátt og á Skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunar þegar breytingin hefur öðlast gildi með birtingu í B-deild Stjórnartíðinda.