Staðfesting á breytingu á aðalskipulagi Norðurþings vegna stækkunar svæðis fyrir þjónustustofnanir á Húsavík
Skipulagsstofnun staðfesti, 9. júlí 2020, breytingu á Aðalskipulagi Norðurþings 2010-2030 sem samþykkt var í sveitarstjórn 16. júní 2020.
Breytingin felst í að stækka svæði fyrir þjónustustofnanir (Þ1) við Auðbrekku á Húsavík úr 3,2 ha í 3,5 ha og minnka opið svæði til sérstakra nota og íbúðarsvæði Í2 og Í3 sem því nemur. Gert er ráð fyrir nýju hjúkrunarheimili á svæðinu.
Málsmeðferð var samkvæmt 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Hægt verður að nálgast aðalskipulagið á Skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunar þegar það hefur öðlast gildi með birtingu í B-deild Stjórnartíðinda.