Fréttir


  • Banner-a-FB

11.10.2023

Staðfest dagskrá Skipulagsdagsins 2023

Skipulagsdagurinn er árlegt málþing Skipulagsstofnunar og Sambands íslenskra sveitarfélaga um skipulagsmál og verður 19. október nk. Að þessu sinni fer málþingið fram í Grósku, hugmyndahúsi og stendur frá kl. 9.00 til 16.00. Fjölbreyttur hópur sérfræðinga og hagsmunaaðila frá ríki, sveitarfélögum og úr atvinnulífinu taka til máls og má búast við áhugaverðum framsögum og frjóum umræðum. Deginum er skipt upp í fjögur meginþemu sem eru eftirfarandi:

  • Endurskoðun landsskipulagsstefnu
  • Uppbygging húsnæðis og gæði byggðar
  • Aðlögun að loftslagsbreytingum
  • Skipulag á miðhálendi Íslands

Ráðstefnugjald er 6.000 krónur. Innifalið eru kaffiveitingar, hádegisverður og síðdegishressing. Sérstakur afsláttur er fyrir nema, sem greiða 3.000 krónur. Skipulagsdagurinn verður jafnframt í beinu streymi á bæði facebook og á youtube. Ráðstefnugestum, sem og fjarfundargestum, er um leið bent á forritið Sli.do, sem hægt verður að nota til að leggja fram spurningar og taka þátt í umræðum.

Skráning fer fram hér.

Dagskrá Skipulagsdagsins:

 

9.00 Opnun fundarstjóra

Ari Trausti Guðmundsson og Sigurborg Haraldsdóttir

9.10 Ávarp

Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra

9.30 Ávarp

Ólafur Árnason, forstjóri Skipulagsstofnunar

 

Endurskoðun landsskipulagsstefnu

 

9.45 Endurskoðun landsskipulagsstefnu - umfang og áherslur

Hólmfríður Bjarnadóttir, skrifstofustjóri húsnæðis- og skipulagsmála hjá innviðaráðuneyti

10.10 Pallborðsumræður

Guðrún Lára Sveinsdóttir, sviðsstjóri aðalskipulags hjá Skipulagsstofnun

Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra

Valgerður Rún Benediktsdóttir, lögfræðingur hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga

Vigfús Þór Hróbjartsson, skipulagsfulltrúi uppsveita Árnessýslu

10.40 Kaffihlé

 

Uppbygging húsnæðis og gæði byggðar

 

11.00 Einn ferill húsnæðisuppbyggingar

Anna Guðmunda Ingvarsdóttir, aðstoðarforstjóri Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar

Ólafur Árnason, forstjóri Skipulagsstofnunar

11.15 Þróun nýs hverfis á Keldnalandi - áherslur og nálgun

Hrafnkell Á. Proppé, skipulagsfræðingur hjá Urbana

11.30 Pallborðsumræður

Auður D. Kristinsdóttir, skipulagsfulltrúi Kópavogsbæjar

Björn Axelsson, skipulagsfulltrúi Reykjavíkurborgar

Pétur Ingi Haraldsson, skipulagsfulltrúi Akureyrarbæjar

12.00 Hádegisverður

13.00 Ávarp

Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga

 

Aðlögun að loftslagsbreytingum

 

13.20 Aðlögun íslenskra sveitarfélaga að áhrifum loftslagsbreytinga - hvers vegna, hvernig og hvenær?

Ragnhildur Friðriksdóttir, umhverfisfræðingur hjá Byggðastofnun

13.35 Stöðumat og áskoranir varðandi endurmótun á tilhögun hættumats og vöktunar vegna náttúruvár

Elísabet Pálmadóttir, teymisstjóri náttúruvár, vöktunar og rannsókna hjá umhverfis,- orku- og loftslagsráðuneyti

13.50 Pallborðsumræður

Anna Hulda Ólafsdóttir, skrifstofustjóri loftslagsþjónustu og aðlögunar hjá Veðurstofunni

Björn Ingimarsson, sveitarstjóri Múlaþings

Hulda Ragnheiður Árnadóttir, forstjóri Nátturuhamfaratryggingar Íslands

14.20 Kaffihlé

 

Skipulag á miðhálendi Íslands

 

14.45 Staða og þróun skipulags á hálendinu

Ester Anna Ármannsdóttir, sviðsstjóri stefnumótunar og miðlunar hjá Skipulagsstofnun

15.15 Pallborðsumræður

Anna Dóra Sæþórsdóttir, prófessor í ferðamálafræði við Háskóla Íslands

Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri Rangárþings eystra

Inga Dóra Hrólfsdóttir, sviðsstjóri náttúruverndar og grænna áfangastaða hjá Umhverfisstofnun

Kristinn Guðnason, bóndi í Árbæjarhjáleigu í Holtum

Regína Sigurðardóttir, sérfræðingur hjá forsætisráðuneyti

 

15.45 Samantekt

Ólafur Árnason, forstjóri Skipulagsstofnunar