Fréttir


29.9.2017

Staðfest breyting á aðalskipulagi Grindavíkur vegna Hafnargötu 4

Skipulagsstofnun staðfesti þann 29. september 2017 breytingu á Aðalskipulagi Grindavíkur 2010-2030, sem samþykkt var í bæjarstjórn 29. ágúst 2017.

Í breytingunni felst að landnotkun á lóðinni Hafnargata 4 er breytt úr svæði fyrir þjónustustofnun í verslunar- og þjónustusvæði.

Málsmeðferð var samkvæmt 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Hægt verður að nálgast aðalskipulagsbreytinguna í Skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunar eftir að breytingin hefur öðlast gildi.