Fréttir


24.7.2017

Staðfest breyting á aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs vegna verslunar og þjónustu í Stóruvík

Skipulagsstofnun staðfesti þann 24. júlí 2017 breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 sem samþykkt var í sveitarstjórn 7. júní 2017.

Í breytingunni felst að frístundabyggð (F35) í landi Stóruvíkur er breytt í verslun og þjónustu (V35) fyrir ferðaþjónustu.

Málsmeðferð var samkvæmt 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 

Hægt verður að nálgast aðalskipulagið í Skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunar, þegar það hefur öðlast gildi.