Skýrsla um þróun verklags við stafrænt skipulag
Nýlega kom út skýrslan „Þróun verklags við stafrænt skipulag" sem unnin var af Alta en verkefnið hlaut styrk úr Rannsóknar- og þróunarsjóði Skipulagsstofnunar.
Stafrænt skipulag felur í sér að skipulagstillögur verði mótaðar á samræmdu landupplýsingaformi og að gögnum sé skilað í miðlægan gagnagrunn. Með því fæst heildaryfirsýn yfir skipulagsákvarðanir fyrir allt landið. Innleiðing á starfrænu skipulagi leiðir af sér ný vinnubrögð en markmið verkefnisins er að þróa verklag við stafrænt skipulag og koma auga á einföldustu leiðirnar.