Skýrsla um þéttingu byggðar á Akureyri
Rannsóknar- og þróunarsjóður Skipulagsstofnunar
Nýlega kom út skýrslan „Þétting byggðar á Akureyri" sem Arnþór Tryggvason á AVH vann en verkefnið hlaut styrk úr Rannsóknar- og þróunarsjóði Skipulagsstofnunar.
Tilgangur verkefnisins er að sýna fram á möguleika á þéttingu byggðar í grónum hverfum og gera tillögu að skipulagi með sjálfbærni að leiðarljósi. Verkefnið felst í að greina hverfi á Akureyri og meta möguleika til að þétta byggðina. Möguleg þéttingasvæði eru metin eftir gæðum og hentugleika til uppbyggingar.