Fréttir


  • Mynd úr skýrslu - Mat á kolefnisspori á skipulagsstigi

10.2.2020

Skýrsla um mat á kolefnisspori á skipulagsstigi

Rannsóknar- og þróunarsjóður Skipulagsstofnunar

Komin er út skýrslan Mat á kolefnisspori á skipulagsstigi – Fyrsta skref í átt að kolefnishlutleysi. Skýrslan er unnin af þeim Helgu J. Bjarnadóttur og Sigurði Thorlacius hjá Eflu verkfræðistofu en verkefnið hlaut styrk úr Rannsóknar- og þróunarsjóði Skipulagsstofnunar.

Skýrslunni er ætlað að taka saman mögulegar leiðir til að meta og setja fram kolefnisspor sveitarfélaga og skipulagsáætlana, taka saman helstu uppsprettur losunar og bindingar í skipulagsáætlunum og setja fram hugmyndir að leiðum til að minnka kolefnisspor í skipulagi og áætlunum. Skýrsluna má nálgast hér.