Skýrsla um kjarnasvæði í byggð
Rannsóknar- og þróunarsjóður Skipulagsstofnunar
Nýlega kom út skýrslan „ Kjarnasvæði í byggð" sem Gísli Rafn Guðmundsson á Landslagi vann en verkefnið hlaut styrk úr Rannsóknar- og þróunarsjóði Skipulagsstofnunar.
Í Svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins 2015-2040 er fjallað um samgöngumiðuð þróunarsvæði og miðkjarna. Tilgangur verkefnisins er að rannsaka hvaða þættir eru mikilvægir í þróun miðkjarna. Tekin eru dæmi bæði erlendis og innanlands sem eru vel heppnuð, en einnig eru rannsóknir og skipulagsáætlanir víðs vegar að skoðaðar. Framkvæmd er tilviksrannsókn í miðbæ Hafnarfjarðar þar sem mikilvægir þættir varðandi þróun miðkjarna eru metnir.