Skipulagsstofnun flytur í Borgartún 7b
Skipulagsstofnun flytur í Borgartún 7b, 1. hæð, 19 desember næstkomandi.
Stofnunin hefur síðastliðna þrjá áratugi verið til húsa á Laugavegi 166, en um nokkurt skeið hefur legið fyrir að þörf væri á að finna stofnuninni nýtt framtíðarhúsnæði.
Í nýju húsnæði í Borgartúni 7b verður verulega bætt aðstaða fyrir starfsemina almennt, bæði starfsfólk og viðskiptavini. Gott aðgengi verður fyrir viðskiptavini og bætt aðstaða til kynningar á skipulagstillögum og umhverfismati og samráðs- og vinnufunda með viðskiptavinum.
Þess má geta að áður en embætti skipulagsstjóra ríkisins (forvera Skipulagsstofnunar) flutti á Laugaveg 166, var það einmitt til húsa í Borgartúni 7.
Vegna flutninga verður lokað 19. og 20. desember, opnað verður á nýjum stað 21. desember kl: 9:00. Um leið breytist afgreiðslutími stofnunarinnar sem verður frá 9:00 til 16:00.
Við hlökkum til að taka á móti ykkur á nýjum stað.