Fréttir


  • Ljósmynd: Nanne Springer fyrir Glámu-Kím

22.5.2018

Skipulagsstofnun auglýsir eftir sérfræðingum í skipulagi og umhverfismati

Skipulagsstofnun leitar að metnaðarfullum sérfræðingum til starfa. Um er að ræða tvö störf sem ráðið er í tímabundið til eins árs. Annarsvegar starf á sviði stefnumótunar og þróunar og hinsvegar starf á sviði umhverfismats.

Helstu verkefni

  • Mótun og framfylgd landsskipulagsstefnu
  • Mat á umhverfisáhrifum, vinna að ákvörðunum og álitum stofnunarinnar
  • Aðkoma að öðrum verkefnum stofnunarinnar

 

Við leitum að einstaklingum með:

  • Háskólamenntun ásamt framhaldsgráðu sem nýtist í starfi
  • Frumkvæði og færni í mannlegum samskiptum
  • Nákvæmni og ögun í vinnubrögðum og gott vald á íslensku í ræðu og riti

Æskilegt að viðkomandi hafi reynslu af sambærilegum verkefnum.

 

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningum opinberra starfsmanna.

Umsóknarfrestur er til og með 4. júní 2018. Umsóknum skal skilað á storf@skipulag.is

Upplýsingar um störfin veita Einar Jónsson, sviðsstjóri á sviði stefnumótunar og þróunar (einar@skipulag.is) og Jakob Gunnarsson, sviðsstjóri á sviði umhverfismats (jakob@skipulag.is).

 

Ljósmynd á vef: Nanne Springer fyrir Glámu-Kím.