Fréttir


  • Grafik_Banner-FB

1.10.2024

Skipulagsdagurinn verður 17. október

Skipulagsdagurinn er árleg ráðstefna Skipulagsstofnunar og Sambands íslenskra sveitarfélaga um skipulagsmál. Venju samkvæmt beinum við sjónum að því sem efst er á baugi í skipulagsmálum. Skipulagsdagurinn 2024 fer fram þann 17. október á Hilton Nordica, og stendur frá kl. 9 til 16. 

Dagskrá Skipulagsdagsins að þessu sinni er tvískipt, fyrir hádegi verður kastljósinu beint að þróun landnýtingar og búsetu í dreifbýli þar sem við fáum meðal annars erindi um búsetuþróun og framtíðarhorfum í byggðaþróun ásamt því að heyra af stöðu og þróunar landnýtingar í dreifbýli. Eftir hádegi verður fjallað um uppbyggingu í þéttbýli og húsnæðismál þar sem við ætlum að velta fyrir okkur gæðum í skipulagi og uppbyggingu húsnæðis.

Að vanda verður fjölbreyttur hópur frummælenda og sérfræðinga í pallborðsumræðum en nánari dagskrá verður auglýst þegar nær dregur.

Fagfólk, kjörnir fulltrúar og allt áhugafólki um skipulag er hvatt til að taka daginn frá. Þátttökugjald er 10.000 krónur en innifalin er morgunhressing, hádegisverður og síðdegishressing. Þátttökugjald fyrir nema er 5.000 krónur. Nánari dagskrá verður auglýst þegar nær dregur.

Skráningarsíða fyrir Skipulagsdaginn 2024.

Skipulagsdagurinn verður einnig í beinu streymi.