Fréttir


21.11.2022

Skipulagsdagurinn 2022 - Upptaka og glærur

Skipulagsdagurinn fór fram 17. nóvember

Það var hvert sæti skipað í Háteigi, ráðstefnusal á Grand Hótel, þegar Skipulagsdagurinn, árleg ráðstefna Skipulagsstofnunar og Sambands íslenskra sveitarfélaga um skipulagsmál, fór fram fimmtudaginn 17. nóvember. Í ár var sjónum beint að nokkrum af helstu viðfangsefnum og áskorunum okkar tíma í skipulagsmálum og landnotkun: stafrænni vegferð, fæðuöryggi, skipulagi bæjarrýmis og orkuskiptum. Fjölbreyttur hópur sérfræðinga og hagsmunaaðila frá ríki, sveitarfélögum og úr atvinnulífinu flutti erindi en að þeim loknum tóku við pallborðsumræður. 


1I0A5388

Ólafur Árnason segir frá stafrænni vegferð. Mynd: Ívar Eyþórsson.

Fjörugar umræður einkenndu viðburðinn þar sem áhugaverð sjónarhorn komu fram við hvert einasta viðfangsefni fundarins. Þátttakendur í pallborðum sýndu jafnan beittan húmor í bland við alvöru sem vakti mikla lukku meðal gesta. Krefjandi spurningar komu einnig úr sal, sem og frá fjarfundargestum í gegnum snjallforritið sli.do – en allt í allt voru gestir hátt í 400 talsins, um 180 í sal og yfir 200 í streymi. 

Góður rómur var gerður að störfum fundarstjóra, Guðmundar Gunnarssonar fjölmiðlamanni, sem hélt afar vel um dagskrá og umræður. Skipulagsstofnun vill að lokum þakka fyrirlesurum, þátttakendum í pallborði og ekki síst fundargestum fyrir afar ánægjulegan Skipulagsdag. 

Hér að neðan má nálgast glærukynningar frummælenda og jafnframt skoða upptöku frá ráðstefnunni.

Stafræn vegferð

Digital Transformation of Planning in Scotland - Glærur

Liz Pringle, forstöðumaður stafræns skipulags hjá Skipulagsstjóra skosku heimastjórnarinnar

Stafræn vegferð í skipulagsmálum: Bylting í yfirsýn, miðlun og samráði - Glærur

Ólafur Árnason, settur forstjóri Skipulagsstofnunar


Fæðuöryggi


Staða Íslands með tilliti til fæðuöryggis - Glærur

Jóhannes Sveinbjörnsson, dósent við Landbúnaðarháskóla Íslands

Flokkun landbúnaðarlands – og hvað svo? - Glærur

Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri Rangárþings eystra


Ávarp frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga - Glærur

Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga


Bæjarrýmið


Mannlíf, byggð og bæjarrými: Leiðbeiningar um sjálfbært skipulag og vistvænar samgöngur í þéttbýli - Glærur

Magnea Guðmundsdóttir, arkitekt hjá Teiknistofunni Stiku

Að byggja borg – Leiðbeiningar við gerð deiliskipulagsáætlana og aðrir hönnunarþættir - Glærur

Borghildur Sturludóttir, deildarstjóri deiliskipulags hjá Reykjavíkurborg


Orkuskiptin


Hvað felst í orkuskiptunum? Glærur

Marta Rós Karlsdóttir, sviðsstjóri sjálfbærrar auðlindanýtingar og staðgengill Orkumálastjóra

Vindorkunýting á forsendum sveitastjórna - Glærur

Jónína Brynjólfsdóttir, forseti sveitarstjórnar og formaður umhverfis- og framkvæmdaráðs Múlaþings

Upptaka frá Skipulagsdeginum:


https://www.youtube.com/watch?v=CsOS99sv0YA