Skipulagsdagurinn 2018
Opnað hefur verið fyrir skráningu á Skipulagsdaginn 2018 sem haldinn verður í Gamla bíói 20. september næstkomandi.
Aðalræðumaður dagsins er Charles Campion, arkitekt og borgarhönnuður sem leiðir samráðsskipulagsteymi hjá ráðgjafarstofunni JTP í London. Charles mun fjalla um samráðsnálgun við skipulagsgerð þar sem jafnframt er lögð áhersla á staðarmótun og gæði byggðar.
Í kjölfar nýafstaðinna sveitarstjórnarkosninga verður rætt um viðfangsefni sveitarstjórna á sviði skipulagsmála í byrjun kjörtímabils, ekki síst tengt endurskoðun aðalskipulags. Einnig verða kynnt ný lög um skipulag haf- og strandsvæða og fyrirhuguð verkefni við gerð strandsvæðisskipulags á Austfjörðum og Vestfjörðum. Þá verður nýju landsskipulagsferli fylgt úr hlaði með erindum um þau þemu sem áformað er að marka stefnu um á þeim vettvangi, þ.e. um það hvernig flétta má loftslagsmál, landslag og lýðheilsu sem best inn í skipulagsgerð.
Hér má sjá dagskrá Skipulagsdagsins 2018.