Sigurvegarar í Nordic Built Cities samkeppninni tilkynntir
Í dag voru kynntar niðurstöður dómnefnda í Nordic Built Cities samkeppninni. Samkeppnin er samnorræn skipulagssamkeppni sem nær til sex borgarsvæða á Norðurlöndunum. Á Íslandi varð fyrir valinu svæði á Kársnesi í Kópavogi.
Sigurtillagan í samkeppni um skipulag á Kársnesi nefnist Spot on Kársnes. Höfundar hennar eru: Dagny Land Design, Anders Egebjerg Terp, GÓJ-arkitektar, April Arkitekter, Elisa Sarasso og nemendur í arkitektúr á Íslandi.
Sigurtillögur frá öllum sex svæðunum munu svo keppa sín á milli og verður tilkynnt um sigurvegara í nóvember.
Frekari upplýsingar um keppnina og allar sigurtillögurnar má nálgast á vef Nordic Built Cities.
Nánari upplýsingar um keppnina á Kársnesi má finna á vef Kópavogsbæjar.