Skipulagsstofnun auglýsir eftir sérfræðingum í skipulagi og umhverfismati
Skipulagsstofnun óskar að ráða metnaðarfulla sérfræðinga til starfa við fjölbreytt verkefni í skipulagsmálum og umhverfismati. Starfshlutfall er 100%.
Helstu verkefni
- Mótun landsskipulagsstefnu og eftirfylgni hennar með greiningar-, stefnumótunar- og leiðbeiningarverkefnum
- Mat á umhverfisáhrifum, vinna að ákvörðunum og álitum stofnunarinnar um einstakar framkvæmdir ásamt leiðbeiningum og ráðgjöf
- Innleiðing stafrænnar skipulagsgerðar og rafrænnar stjórnsýslu
- Aðkoma að öðrum verkefnum stofnunarinnar sem t.d. tengjast skipulagsgerð sveitarfélaga og ýmsu kynningar- og leiðbeiningarstarfi
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólamenntun ásamt framhaldsgráðu sem nýtist í starfi
- Þekkingu eða reynslu sem nýtist í starfi, svo sem af skipulagsgerð, umhverfismati, umhverfismálum, stefnumótun, samráði eða landfræðilegum upplýsingakerfum
- Hæfni til að hagnýta þekkingu og reynslu í ólíkum verkefnum og metnað til að ná árangri
- Áhuga á að takast á við fjölbreytt verkefni og getu til að leysa verk vel af hendi á eigin spýtur og í samstarfi við aðra
- Frumkvæði og færni í mannlegum samskiptum
- Nákvæmni og ögun í vinnubrögðum og gott vald á íslensku í ræðu og riti
Aðrar upplýsingar
Nánari upplýsingar veita Bylgja Björk Pálsdóttir (bylgja@intellecta.is) og Þórður S. Óskarsson (thordur@intellecta.is) í síma 511-1225.
Umsóknarfrestur er til og með 4. september 2017. Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is og henni þarf að fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf.
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningum opinberra starfsmanna. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.
Ljósmynd á vef: Nanne Springer fyrir Glámu-Kím.