Skýrsla um mat á umhverfisáhrifum hágæðakerfis almenningssamganga
Rannsóknar- og þróunarsjóður Skipulagsstofnunar
Nýlega kom út skýrslan „Skilgreining á verklagi við mat á umhverfisáhrifum hágæðakerfis almenningssamganga" sem verkfræðistofan Mannvit vann en verkefnið hlaut styrk úr Rannsóknar- og þróunarsjóði Skipulagsstofnunar.
Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins 2015-2040 var samþykkt vorið 2015. Mikilvægur hluti þess er þróun og uppbygging á hágæðakerfi almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu sem mynda á kjarnann í samgöngu- og þróunarási. Tilgangur rannsóknarverkefnisins er að skoða lagagrundvöll hérlendis m.t.t. umhverfis- og skipulagsmála og hvernig uppbygging hágæðakerfis fellur að því. Einnig er farið yfir hvernig unnið hefur verið að umhverfismálum og samráði í öðrum löndum sem varpað gæti ljósi á hvernig hægt væri að haga þessum málum hér á landi.