Fréttir


  • SRS_3971

3.3.2023

Ráðherra staðfestir fyrsta skipulag sem tekur til fjarða og flóa við strendur landsins

Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, hefur staðfest tillögur svæðisráða að strandsvæðisskipulagi Austfjarða og strandsvæðisskipulagi Vestfjarða. Um tímamót er að ræða í skipulagssögu landsins þar sem um er að ræða fyrsta skipulag sem tekur til fjarða og flóa við strendur landsins. Skipulagið öðlast gildi þegar það hefur verið birt í B-deild Stjórnartíðinda.

Strandsvæðisskipulag er unnið að grundvelli laga sem sett voru um skipulag haf- og strandsvæða nr. 88/2018. Svæðisráð, sem skipuð voru árið 2019, bera ábyrgð á skipulagsgerðinni en í þeim sitja fulltrúar aðliggjandi sveitarfélaga, Sambands íslenskra sveitarfélaga og þriggja ráðuneyta. Skipulagsstofnun annast mótun skipulagsins, úrvinnslu umsagna, kynningu á tillögum í umboði svæðisráðanna og eftirfylgni skipulagsáætlananna þegar skipulagið hefur tekið gildi.

Við mótun tillagna höfðu svæðisráðin víðtækt samráð við íbúa, sveitarstjórnir, hafnarstjórnir og hagsmunaaðila og sérstaka samráðshópa. Jafnframt voru ýmsar stofnanir ráðgefandi í þessu verkefni, m.a. Hafrannsóknarstofnun, Náttúrufræðistofnun, náttúrustofurnar í hvorum landshluta fyrir sig, Samgöngustofa, Vegagerðin og Umhverfisstofnun.

Skipulagsuppdrættir og greinargerðir: