Nýtt skipurit Skipulagsstofnunar
Svið skipulags
Nú í upphafi marsmánaðar tók gildi nýtt skipurit hjá Skipulagsstofnun með sameiningu sviðs aðalskipulags og sviðs deiliskipulags í eitt svið skipulags. Jafnframt hefur starfsvið teymis landupplýsinga verið útvíkkað og tekur það nú einnig til stafrænnar þróunar. Skipuritið er nú með þremur kjarnasviðum, í stað fjögurra áður, ásamt tveimur stoðeiningum.
Unnið hefur verið að undirbúningi sameiningar sviðanna tveggja undanfarna mánuði til þess að takast á við sífellt aukinn fjölda mála. Áhersla er er á aukið samræmi í yfirferð skipulagstillagna og miðlun upplýsinga og fagþekkingar um svæðis-, aðal- og deiliskipulag þar sem sú reynsla og starfskraftur sem stofnunin hefur yfir að búa nýtist sem best.
Stjórnendur
Við nýju sviði skipulags tekur Guðrún Lára Sveinsdóttir, áður sviðsstjóri á sviði aðalskipulags og er hún jafnframt staðgengill forstjóra. Albert Þorbergsson mun taka við sem teymisstjóri landupplýsinga og stafrænnar þróunar. Þá hefur Ester Anna Ármannsdóttir tekið við sem sviðstjóri stefnumótunar og miðlunar.
Nálgast má frekari upplýsingar hér.