Nýtt leiðbeiningablað um skipulag og vindorkunýtingu
Út er komið leiðbeiningablað um skipulag og vindorkunýtingu. Um er að ræða samantekt á fyrirliggjandi upplýsingum um skipulagsmál og vindorkunýtingu.
Nýting vindorku er nýtt viðfangsefni í skipulagsgerð hér á landi. Takmörkuð fordæmi eru komin fram, enn sem komið er, um framsetningu og inntak stefnu um nýtingu vindorku í aðalskipulagi. Í undirbúningi er frekari vinna við leiðbeiningagerð um þetta efni á nýju ári.