Nýr sviðsstjóri á sviði umhverfismats
Fyrir skömmu var auglýst laust til umsóknar starf sviðsstjóra á sviði umhverfismats, en Rut Kristinsdóttir sem gegnt hefur starfinu undanfarin ár hefur ákveðið að hverfa til annarra starfa nú í sumar.
Þrettán umsóknir bárust. Yfirferð umsókna er nú lokið og hefur Hólmfríður Bjarnadóttir verið ráðin í starfið. Hólmfríður er með masterspróf í skipulagsfræði frá háskólanum í Newcastle í Bretlandi og licenciat próf frá Blekinge Tekniska Högskola í Svíþjóð, þar sem viðfangsefni hennar var umhverfismat skipulagsáætlana. Hún hefur haldgóða reynslu af umhverfismati, opinberri stjórnsýslu og stjórnun. Hún starfaði við mat á umhverfisáhrifum á Skipulagi ríkisins 1996-1999 og á Nordregio 1999-2006, meðal annars við norrænt netverk um umhverfismat. Hún hefur síðan starfað við ráðgjöf á sviði mats á umhverfisáhrifum framkvæmda og umhverfismats áætlana og að umhverfismálum tengt kjarnorkunýtingu. Frá 2009 hefur hún gegnt starfi skrifstofustjóra Kärnavfallsrådet í Svíþjóð. Hólmfríður hefur samhliða þessum störfum tekið þátt í ýmsu alþjóðlegu samstarfi um mat á umhverfisáhrifum framkvæmda og umhverfismat áætlana.
Um leið og við þökkum Rut fyrir frábært samstarf liðin ár, bjóðum við Hólmfríði hjartanlega velkomna til starfa á Skipulagsstofnun, en hún mun hefja störf 1. september nk.