Breytingar á skipulagslögum samþykktar
Áður en Alþingi var frestað síðastliðinn föstudag samþykkti þingið breytingar á skipulagslögum. Frumvarpið eins og það var samþykkt með breytingartillögum eftir umfjöllun umhverfis- og samgöngunefndar þingsins verður aðgengilegt á þessari slóð: http://www.althingi.is/thingskjal.php4?nlthing=143&nthingskjlnr=1270. Skipulagsstofnun mun fljótlega veita nánari upplýsingar um hvernig háttað verður viðeigandi breytingum á skipulagsreglugerð og leiðbeiningum og upplýsingamiðlun um áorðnar lagabreytingar.
Þingið hafði einnig til umfjöllunar frumvarp til breytinga á lögum um mat á umhverfisáhrifum, en það náði ekki afgreiðslu fyrir þingfrestun.