Fréttir


29.1.2014

Opinn fyrirlestur Riki Therivel – glærur

Skipulagsstofnun stóð síðastliðinn fimmtudag 23. janúar fyrir opnum fyrirlestri þar sem Riki Therivel fjallaði um það sem er efst á baugi á sviði umhverfismats áætlana. Riki tók nokkur dæmi um það hvernig þetta verkfæri hefur verið nýtt við áætlanagerð, í stórum og smáum verkefnum. Rúmlega 40 hlýddu á fyrirlesturinn, en glærukynningin úr fyrirlestrinum er að finna hér að neðan.

Riki Therivel hefur verið leiðandi í faglegri þróun og umræðu um mat á umhverfisáhrifum framkvæmda og umhverfismati áætlana um árabil. Hún kom hingað til lands að frumkvæði Skipulagsstofnunar, vegna vinnu við landsskipulagsstefnu 2015-2026.

 

Riki Therivel – glærur frá opnum fyrirlestri