Fréttir


16.1.2014

Issues in SEA – opinn fundur með Riki Therivel

Skipulagsstofnun stendur fyrir opnum fundi um umhverfismat áætlana þar sem Riki Therivel heldur erindi um málefni sem eru efst á baugi á sviði umhverfismats áætlana. Riki er hingað komin vegna vinnu við landsskipulagsstefnu 2015-2026. Fundurinn verður í Rúgbrauðsgerðinni fimmtudaginn 23. janúar kl.16.00 – 17.30.

Riki Therivel hefur verið leiðandi í faglegri þróun og umræðu um mat á umhverfisáhrifum framkvæmda og umhverfismat áætlana um árabil. Hún er meðeigandi í Levett-Therivel sustainability consultants en jafnframt er hún gestaprófessor við Oxford Brookes University. Riki er handhafi viðurkenningar frá International Association for Impact Assessment fyrir framlag hennar til framþróunar á umhverfismati áætlana.