Breyting á skipulagslögum - Lagabreyting nr. 135/2012
Vakin er athygli á að lagabreytingin er ekki afturvirk og mun því ekki taka til deiliskipulagstillagna sem við áramót voru þegar ógildar vegna ákvæðis 2.mgr. 42. gr. skipulagslaga um tímafresti sem voru í gildi fyrir lagabreytinguna. Þær deiliskipulagstillögur þarf að auglýsa að nýju skv. 41. gr. skipulagslaga.
2. mgr. 42. gr. skipulagslaga verður svohljóðandi:
Hafi auglýsing um samþykkt deiliskipulags ekki verið birt í B-deild Stjórnartíðinda innan árs frá því að athugasemdafresti tillögu til deiliskipulagsins lauk telst deiliskipulagið ógilt og fer þá um það í samræmi við 41. gr.
Við 4. mgr. 44. gr. skipulagslaga bætist nýr málsliður, svohljóðandi:
Hafi auglýsing um óverulega breytingu á deiliskipulagi ekki verið birt í B-deild Stjórnartíðinda innan árs frá samþykki sveitarstjórnar telst breytingin ógild.