Fréttir


26.9.2012

Ný reglugerð um framkvæmdaleyfi er komin út

Reglugerð þessi gildir um framkvæmdaleyfi vegna meiriháttar framkvæmda sem áhrif hafa á umhverfið og breyta ásýnd þess, svo sem breytingar lands með jarðvegi eða efnistöku. Um framkvæmdir sem háðar eru byggingarleyfi fer samkvæmt lögum um mannvirki.

 

Markmið reglugerðar þessarar er að:

a) stuðla að skynsamlegri og hagkvæmri nýtingu lands og landgæða, tryggja vernd landslags, náttúru og menningarminja og koma í veg fyrir umhverfisspjöll og ofnýtingu, með sjálfbæra þróun að leiðarljósi,

b) tryggja faglegan undirbúning við útgáfu framkvæmdaleyfa og koma á samræmdu ferli vegna umsókna um framkvæmdaleyfi,

c) tryggja að leyfisskyldar framkvæmdir séu í samræmi við skipulagsáætlanir og mat á umhverfisáhrifum,

d) tryggja að virkt eftirlit sé með því að framkvæmdir séu ekki hafnar án leyfis og að þær séu í samræmi við útgefin leyfi.

 

Sjá nánar reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012