Fréttir


13.6.2012

Efni frá málþingi um landslagsmál 7-9 júní 2012

Að tilstuðlan skipulagsyfirvalda Norðurlandanna og með styrk frá Norrænu ráðherranefndinni, stóð Skipulagsstofnun fyrir málþingi um landslagsmál. Við upphaf málþingsins flutti umhverfisráðherra, Svandís Svavarsdóttir, ávarp þar sem meðal annars kom fram að stefnt er að því að Ísland undirriti Evrópska landslagssáttmálann í París 28. júní næstkomandi og hafa þá öll Norðurlöndin undirritað eða staðfest sáttmálann. Á máþinginu voru 60 þátttakendur, um helmingur Íslendingar og aðrir frá hinum Norðurlöndunum auk sérstaks gestafyrirlesara, Maguelonne DÉJEANT-PONS fulltrúa Evrópuráðsins í Strassborg.
 

Hér má nálgast erindin frá málþinginu