Fréttir


4.10.2011

Úthlutun úr rannsóknar- og þróunarsjóði 2011

Frestur til að skila umsóknum um styrki rann út 1. ágúst 2011. 8 umsóknir bárust um styrk úr rannsóknar- og þróunarsjóði Skipulagsstofnunar.

Úthlutunarnefnd ákvað um síðustu mánaðamót að veita 4 umsækjendum styrki en þeir eru:

  •  Fjórðungssamband Vestfirðinga fær 1,5 m. kr. vegna tilraunaverkefnis í Arnarfirði um nýtingaráætlun fyrir strandsvæði.
  •  Alta ehf. fær 1,5 m. kr. í verkefni sem felst í að leggja drög að innleiðingu stafrænna skipulagsáætlana á Íslandi.
  •  Sigurður Jens Sigurðsson fær 0,8 m. kr. styrk til að vinna að stöðugreiningu og stefnumótun í skipulagningu    landbúnaðarsvæða með notkun landupplýsingakerfa.
  •  Salvör Jónsdóttir fær 0,9 m. kr. styrk til að skoða skilgreiningar á landbúnaðarlandi í skipulagsáætlunum og hvernig ítarlegri skilgreining samræmist stjórnsýslu landbúnaðarmála.