Fréttir


7.4.2011

Hólmsárvirkjun, Búlandsvirkjun og flutningskerfi raforku frá þeim að byggðalínu, Skaftárhreppi

Ákvörðun Skipulagsstofnunar um sameiginlegt mat

Skipulagsstofnun hefur tekið ákvörðun um að ofangreindar framkvæmdir skuli ekki háðar sameiginlegu mati.

Skipulagsstofnun hefur tekið ákvörðun um að umhverfisáhrif eftirtalinna framkvæmda skuli ekki meta sameiginlega samkvæmt lögum um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000 m.s.br.

Hólmsárvirkjun (allt að 80 MW),
Búlandsvirkjun (allt að 150 MW) og
flutningskerfi raforku frá þeim að byggðalínu, Skaftárhreppi.

Ákvörðunin liggur frammi hjá Skipulagsstofnun, Laugavegi 166, 150 Reykjavík. Hana er einnig að finna hér.

Ákvörðun Skipulagsstofnunar má kæra til umhverfisráðherra og er kærufrestur til 9. maí 2011.