Fréttir


5.11.2010

Málstofa - skipulagsreglugerð

Skipulagsstofnun stendur fyrir málstofu um nýja skipulagsreglugerð í Harvard-fundarsal á Hótel Sögu þriðjudaginn 16. nóvember kl. 13:00 - 16:30.
Til málstofunnar er boðið þeim sem sendu Skipulagsstofnun ábendingar um áherslur í nýrri skipulagsreglugerð og fulltrúum félagasamtaka sérfræðinga í skipulagsmálum. Um 20 manns starfa nú í vinnuhópum við samningu nýrrar reglugerðar og eru þeir einnig boðaðir. Á fundinum verða 3 stutt erindi um landsskipulagsstefnu, landnotkunarflokka almennt og um flokkun landbúnaðarlands í skipulagsáætlunum. Önnur atriði í reglugerð verða einnig til umfjöllunar.

Stefán Thors, skipulagsstjóri ríkisins