Breyttur opnunartími og bráðabirgðainngangur
Ábending frá Skipulagsstofnun
Varanleg breyting á opnunartíma og bráðabirgðainngangur
Til samræmis við aðra starfsemi í húsinu Laugarvegi 166 þarf Skipulagsstofnun að breyta afgreiðslutíma sínum. Héðan í frá verður húsið opið frá kl. 9:30 til kl. 15:30. Þeir sem eiga brýnt erindi milli kl. 8:00 og kl. 9:30 eða kl. 15:30 og kl. 16:00 verða að hringja í síma 595 4100 og munu þá starfsmenn taka á móti viðskiptavinu sínum. Vegna breytinga á anddyri verður tímabundinn inngangur í húsið 5 m austan við hefðbundinn inngang (nær Nóatúni). Gert er ráð fyrir að framkvæmdum við inngang ljúki fyrir áramót.
Skipulagsstofnun biðst velvirðingar á því ónæði sem röskunin hefur í för með sér en leggur áherslu á að þeir sem þess þurfa eigi eftir sem áður greiðan aðgang að þjónustu stofnunarinnar.