Fréttir


1.11.2010

Framkvæmdir við inngang á Laugavegi 166

Afsakið ónæðið

Næstu daga verður unnið að breytingum á inngangi í húsnæði Skipulagsstofnunar.

Næstu daga verður unnið að breytingum við inngang í húsnæði Skipulagsstofnunar og Ríkisskattstjóra, Laugavegi 166.  Á meðan framkvæmdir standa kann aðgengi að vera erfitt.  Skipulagsstofnun biðst velvirðingar á þeirri truflun sem framkvæmdirnar kunna að hafa í för með sér fyrir viðskiptavini.  Ef aðkoman er lokuð á afgreiðslutíma milli 8 og 16 eru þeir sem erindi eiga, hvattir til að hringja í stofnunina í síma 595 4100 og mun starfsfólk aðstoða viðskiptavini við að komast leiðar sinnar um starfsmannainngang.