Fréttir


26.11.2015

Staðfesting á breytingu á aðalskipulagi Hrunamannahrepps, Hvammsvegur, Flúðir

Skipulagsstofnun staðfesti þann 25. nóvember 2015 breytingu á aðalskipulagi Hrunamannahrepps sem samþykkt var í sveitarstjórn 5. nóvember s.l. Í breytingunni felst að legu Hvammsvegar er breytt á um 500 m kafla á milli bæjanna Högnastaða og Hvamms á Flúðum.  Málsmeðferð var samkvæmt 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Breytingin öðlast þegar gildi.