Fréttir


  • Aðalvalkostur skv. forathugun

20.11.2015

Sprengisandslína, vinna að ákvörðun um matsáætlun

Tillaga Landsnets um matsáætlun Sprengisandslínu hefur verið til kynningar og rann athugasemdafrestur út 17. nóvember. Alls bárust Skipulagsstofnun 3029 athugasemdir frá almenningi og félagasamtökum.

Athugsemdunum auk umsagna er komið á framfæri við Landsnet sem vinnur úr ábendingum sem þar koma fram og sendir viðbrögð sín við þeim til Skipulagsstofnunar. 

Skipulagsstofnun vinnur að ákvörðun um matsáætlunina á grundvelli tillögunnar sjálfrar, umsagna, athugasemda og viðbragða Landsnets.  Stefnt er að því að ákvörðunin liggi fyrir á næstu vikum.