Styrkir úr Rannsóknar- og þróunarsjóði Skipulagsstofnunar 2015
Alls bárust átta umsóknir um styrki úr sjóðnum með ósk um samtals rúmlega 13 milljónir, en í ár hafði sjóðurinn 7 milljónir króna til ráðstöfunar.Til grundvallar mati á umsóknum voru þau viðmið sem kynnt voru þegar auglýst var eftir styrkjum. Auk þess var lagt mat á hefðbundna þætti rannsóknarumsókna, s.s. þekkingu og reynslu umsækjanda, markmið verkefnis, aðferðir og raunhæfni verk- og kostnaðaráætlunar og væntanlegs afraksturs. Þá var horft til þess hvort um var að ræða þróunarverkefni og rannsóknir á sviði skipulagsmála sem nýtast sveitarfélögum við gerð skipulagsáætlana.
Ákveðið var að veita eftirtöldum verkefnum styrk, sjá einnig nánari lýsingu .
- Þétting byggðar á Akureyri.
- Þróun verklags við stafrænt skipulag.
- Ferðaþjónusta í aðalskipulagi – heildstæð stefnumótun sveitarfélaga.
- Kjarnasvæði í þéttbýli.
- Staðsetning búsetusvæða, athafnavirkni og ferðavenjur.
- Evaluating costal vulnerability to sea-level rise of urban areas in Iceland.
- Hlutverk við þéttingu byggðar.
Gert er ráð fyrir að lokaskýrslur rannsóknarverkefna verði birtar á vef Skipulagsstofnunar og eftir atvikum verði niðurstöður verkefna kynntar á opnum fundum á vegum stofnunarinnar.