Leiðbeiningar um vegi í náttúru Íslands
Vegagerðin og Skipulagsstofnun hafa gefið út leiðbeiningar um vegi í náttúru Íslands, til að hafa til hliðsjónar við kortlagningu og skráningu vegakerfis í náttúru Íslands.
Vegir í náttúru Íslands: um gerð skrár yfir vegi í náttúru Íslands og högun og skil á gögnum.
Um er að ræða aðra útgáfu leiðbeininganna sem nú hafa verið endurskoðaðar, m.a. með áherslu um að skýra ferli við gerð skrár um vegi í náttúru Íslands og tengja gerð aðalskipulags, en gerð skrárinnar fer fram samhliða skipulagsferlinu.