Leiðbeiningar um óverulegar aðalskipulagsbreytingar
Út eru komnar leiðbeiningar um hvernig standa skal að mati á því hvort aðalskipulagsbreyting getur talist óveruleg samkvæmt 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga. Í leiðbeiningunum er settur fram gátlisti sem sveitarfélög geta nýtt þegar unnið er að aðalskipulagsbreytingum sem til álita kemur að falli undir framangreint lagaákvæði.
Gátlistinn er einnig aðgengilegur í word-skjali til eigin nota.
Leiðbeiningar um óverulegar aðalskipulagsbreytingar
Gátlisti vegna óverulegra aðalskipulagsbreytinga