Skýrsla um hækkun sjávarstöðu á höfuðborgarsvæðinu
Rannsóknar- og þróunarsjóður Skipulagsstofnunar
Skýrslan „Hækkuð sjávarstaða á höfuðborgarsvæðinu - Áhrif og aðgerðir“ kom út á dögunum en það var VSÓ Ráðgjöf sem vann skýrsluna með styrk úr Rannsóknar- og þróunarsjóði Skipulagsstofnunar.
Í skýrslunni er m.a. varpað ljósi á það hvar 4 m sjávarflóða kann að gæta á höfuðborgarsvæðinu miðað við loftlagsbreytingar til ársins 2100. Einnig er skoðað hvort þekking um sjávarflóð og aðgerðir til aðlögunar hafa verið nýtt við áætlanagerð.