Habitat III og New Urban Agenda
Í dag hefst formleg dagskrá Habitat III, alþjóðlegrar ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um búsvæði okkar mannfólksins sem haldin er í Quito í Ekvador. Habitat ráðstefnur Sameinuðu þjóðanna hafa verið haldnar tvívegis, með 20 ára millibili, Habitat I í Vancouver 1976 og Habitat II í Istanbul 1996.
Að þessu sinni liggur fyrir ráðstefnunni til samþykktar stefnuskjal um borgir og bæi, New Urban Agenda.
Hægt er að fylgjast með ráðstefnunni hér.