Glærur af morgunfundi um vistvænt skipulag
Vistvænt skipulag byggðar var til umfjöllunar á morgunfundi Grænni byggðar og Skipulagsstofnunar þann 30. nóvember. Á fundinum tóku til máls sérfræðingar í skipulagsgerð og umhverfisstjórnun og fjölluðu um vistvænt skipulag frá ólíkum sjónarhornum, m.a. í innlendu og alþjóðlegu samhengi. Í opnunarávarpi sínu gaf Ásdís Hlökk Theodórsdóttir yfirlit yfir áhugaverðar útgáfur um vistvænt skipulag og deildi fyrstu niðurstöðum úr rannsóknarverkefni sínu um bolmagn íslenskra sveitarfélaga í skipulagsmálum. Árni Geirsson hjá Alta ráðgjöf gaf fundargestum innsýn í vistvænar áherslur í samkeppni um skipulag Keldnalands og Íris Þórarinsdóttir hjá Reitum sagði frá vegferðinni við að fá BREEAM Excellent vottun fyrir uppbyggingu á Orkureitnum. Að lokum deildi Arinbjörn Vilhjálmsson, skipulagsfulltrúi Garðabæjar, af reynslu sinni um vistvænt skipulag og notkun vottunarkerfa, en mörg dæmi eru um slík verkefni í Garðabæ. Fundurinn var vel sóttur og voru umræður í senn gagnlegar og uppbyggilegar að loknum erindum. Fundarstjóri var Ólafur Árnason, forstjóri Skipulagsstofnunar.
Hér má nálgast glærupakka frummælenda en því miður var viðburðurinn ekki tekinn upp í þetta sinn.
Ásdís Hlökk Theodórsdóttir, Háskóli Íslands – Opnunarávarp
Árni Geirsson, Alta ráðgjöf – Gerð samkeppnisgagna fyrirKeldnaland
Íris Þórarinsdóttir, Reitir – Orkurreitur – leiðin að BREEAMExcellent
Arinbjörn Vilhjálmsson, Garðabær – Vistvænt skipulag í Garðabæ
Skipulagsstofnun og Grænni byggð þakka frummælendum og gestum fyrir ánægjulegan fund.