Fréttir


1.2.2022

Forsamráð vegna vindorkuvers í landi Brekku, Hvalfjarðarsveit

Umhverfismat - Forsamráð

Fyrirtækið Zephyr áformar að reisa allt að 50 MW vindorkuver í landi Brekku í norðanverðum Hvalfirði. Bent er á að endanleg staðsetning vindmylla gæti orðið með öðrum hætti en fram kemur á skýringarmynd hér að ofan.

Þann 21. janúar 2022 var haldinn forsamráðsfundur fulltrúa Zephyr, Hvalfjarðarsveitar og Skipulagsstofnunar um vindorkuverið.

Fundargerð forsamráðsfundarins er aðgengileg hér .

Allir geta komið að athugasemdum um framkvæmdir í forsamráði og skal framkvæmdaraðili gera grein fyrir slíkum athugasemdum í matsáætlun um framkvæmdina.