Forsamráð vegna Holtavörðuheiðarlínu 1
Umhverfismat- Forsamráð
Landsnet fyrirhugar lagningu Holtavörðuheiðarlínu 1 frá Klafastöðum i Hvalfirði að nýju tengivirki á norðanverðri Holtavörðuheiði.
Þann 29. nóvember var haldinn forsamráðsfundur fulltrúa Landsnets, Borgarbyggðar, Hvalfjarðasveitar, Skorradalshrepps, Húnaþings vestra og Skipulagsstofnunar um línulögnina.
Fundargerð forsamráðsfundarins er aðgengileg hér og kynning á framkvæmdinni hér.
Allir geta komið að athugasemdum um framkvæmdir í forsamráði og skal framkvæmdaraðili gera grein fyrir slíkum athugasemdum í matsáætlun um framkvæmdina.