Fjórar tillögur komast áfram í skipulagssamkeppni Nordic Built Cities
Í dag voru kynntar tillögur í samkeppni um skipulag á Kársnesi í Kópavogi. Samkeppnin, sem ber yfirskriftina „Kársnes – sustainable lifeline“, er á vegum Nordic Built Cities verkefnisins en auk Kársness voru fimm önnur svæði á Norðurlöndunum valin til þátttöku.
Alls bárust 19 tillögur sem allar fjölluðu á einhvern hátt um bættar tengingar Kársness við nærliggjandi svæði. Dómnefnd hefur farið yfir allar innsendar tillögur og valið fjórar sem halda áfram á annað þrep samkeppninnar. Á vef Kópavogsbæjarer hægt að skoða vinningstillögurnar ásamt öllum innsendum tillögum.