Fjölbreytt sumarstörf hjá Skipulagsstofnun
Umsóknarfrestur til 5. júní
Skipulagsstofnun auglýsir eftir 5 námsmönnum til sumarstarfa í gegnum vinnumarkaðsátak Vinnumálastofnunar. Um fjölbreytt störf er að ræða tengd leiðbeiningagerð fyrir borgarskipulag, vinnu við strandsvæðisskipulag og þróun upplýsinga- og samráðsgáttar á sviði skipulagsmála og umhverfismats.