Breyttur opnunartími í afgreiðslu Skipulagsstofnunar
Í ljósi nýrra samkomutakmarkana vegna COVID-19 verður opnunartími í afgreiðslu Skipulagsstofnunar skertur um óákveðinn tíma.
Afgreiðslan er nú opin kl. 9–12 alla virka daga, en skiptiborðið er opið kl. 9–16 mánudaga til fimmtudaga og kl. 9-13 á föstudögum.
Viðskiptavinir eru hvattir til að hafa samband við stofnunina í gegnum netfangið okkar skipulag@skipulag.is.