Breytingar á reglugerð um mat á umhverfisáhrifum og reglugerð um framkvæmdaleyfi
Umhverfis- og auðlindaráðherra gaf út í lok nóvembermánaðar, reglugerðir um breytingar á reglugerð um mat á umhverfisáhrifum og reglugerð um framkvæmdaleyfi. Breytingarnar fela í sér innleiðingu á tilskipun Evrópusambandsins 2014/52/ESB.
Flestar breytinganna eru samhljóða þeim breytingum sem gerðar voru á lögum um mat á umhverfisáhrifum með lögum nr. 96/2019.[1] Einnig er að finna ítarlegri ákvæði um upplýsingar sem ber að setja fram, eftir því sem við á, í tilkynningu framkvæmdaraðila og frummatsskýrslu. Upplýsingarnar varða meðal annars áhrif framkvæmdar á loftslag, t.d. eðli og magn losunar eða bindingar gróðurhúsalofttegunda og áhrif sem tengjast aðlögun loftslagsbreytinga.
Breytingareglugerðirnar má nálgast hér .
[1] Sjá frétt Skipulagsstofnunar frá 27. ágúst 2019 sem varðar lögin.