Fréttir


  • Ljósmynd af raflínumastri

8.8.2024

Breyting á skipulagsreglugerð

Reglugerð um breytingu á skipulagsreglugerð nr. 90/2013 tók gildi þann 12. júlí síðastliðinn. Breytingin felur fyrst og fremst í sér innleiðingu á nýjum ákvæðum um gerð raflínuskipulags sem sett eru fram í nýjum kafla, 7. kafla, sem fjallar um undirbúning og gerð raflínuskipulags og störf raflínunefndar. Eru þessi ákvæði til samræmis við breytingar á skipulagslögum nr. 35/2023 sem tóku gildi í nóvember og fela í sér heimild til gerðar svonefnds raflínuskipulags, þar sem tekin ein sameiginleg skipulagsákvörðun, fyrir raflínur sem tilheyra flutningskerfi raforku.

Reglugerðin um breytingu á skipulagsreglugerð kveður jafnframt á um tilteknar aðrar nauðsynlegar breytingar á skipulagsreglugerð, fyrst og fremst til að samræma ákvæði hennar nýjum lögum um umhverfismat framkvæmda og áætlana, nr. 111/2021, sem komu í stað laga um mat á umhverfisáhrifum, nr. 106/2000, og laga um umhverfismat áætlana, nr. 105/2006.

Reglugerð um breytingu á skipulagsreglugerð nr. 90/2013