Staðfesting á breytingu á aðalskipulagi Mýrdalshrepps vegna verslunar- og þjónustusvæðis á Norður Fossi
Skipulagsstofnun staðfesti þann 27. febrúar 2017 breytingu á Aðalskipulagi Mýrdalshrepps 2012-2028, sem samþykkt var í sveitarstjórn 18. ágúst 2016.
Breytingin felst í breyttri landnotkun á 4 ha svæði á jörðinni Norður Fossi þar sem skilgreint verður nýtt verslunar- og þjónustusvæði fyrir rekstur gistiheimilis eða gistiskála í samræmi við reglugerð um gististaði.
Málsmeðferð var samkvæmt 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Breytingin öðlast gildi við birtingu auglýsingar um staðfestinguna í B-deild Stjórnartíðinda.
Hægt verður nálgast aðalskipulagsbreytinguna í Skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunar eftir að breytingin hefur öðlast gildi.