Áætlanir háðar umhverfismati
Tilteknar áætlanir stjórnvalda eru háðar umhverfismati.
Samkvæmt lögum um umhverfismat framkvæmda og áætlana eru tilteknar áætlanir háðar umhverfismati. Það gildir um skipulagsáætlanir sveitarfélaga (svæðis-, aðal- og deiliskipulag) og strandsvæðisskipulag. Einnig aðrar áætlanir sem eru unnar á vegum stjórnvalda og marka stefnu um framkvæmdir sem falla undir lögin, svo sem kerfisáætlun, rammaáætlun og samgönguáætlun.