Málstofa um stafrænt deiliskipulag

  • 7.6.2024, 9:00 - 11:00, Skipulagsstofnun

Skipulagsstofnun stendur fyrir málstofu um innleiðingu stafræns deiliskipulags þann 7. júní næstkomandi, í húsakynnum Skipulagsstofnunar, Borgartúni 7b. Fundurinn mun standa frá 9 – 11. Heitt verður á könnunni.

Undirbúningur fyrir innleiðingu stafræns deiliskipulags hefur staðið yfir um nokkurt skeið en ákvæði skipulagslaga um gerð stafræns deiliskipulags tekur gildi 1. janúar 2025. Kröfur um vinnslu og skil deiliskipulags á landupplýsingaformi fela í sér að aðilar sem koma að gerð deiliskipulags þurfa að tileinka sér nýjar aðferðir við gerð skipulagsuppdrátta auk þess sem innleiðing kallar á breytta nálgun og úrfærslu ýmissa þátta er varða framsetningu og skil á stafrænum gögnum. Mikilvægt er að tryggja samræmd vinnubrögð og farsæla innleiðingu stafræns deiliskipulags.

Á fundinum verður farið yfir hvers er að vænta við innleiðingu stafræns deiliskipulags og hvernig henni verður háttað þar sem meðal annars verður komið inn á tæknileg útfærsluatriði auk þess sem aðilar frá sveitarfélögum og stofnunum deila sinni sýn á málið.

Dagskrá:

Ólafur Árnason, forstjóri Skipulagsstofnunar Opnunarávarp Upptaka
Albert Þorbergsson, Skipulagsstofnun
Stafrænt deiliskipulag - undirbúningsvinna og fyrstu drög 
Upptaka  Glærur
Tryggvi Már Ingvarsson, HMS Tengingar stafræns deiliskipulags við aðra gagnagrunna HMS

Upptaka  Glærur

Þórarinn Jón Jóhannsson, Reykjavíkurborg Áskoranir í stafrænu deiliskipulagi

Upptaka   Glærur

Samantekt og umræður

Lokað hefur verið fyrir skráningu á málstofuna þar sem allar líkur eru á húsfylli og rúmlega það. Eftir sem áður verður hægt að fylgjast með viðburðinum í beinu streymi í gegnum Teams og þá verður einnig birt upptaka að viðburði loknum á skipulag.is og á facebook-síðu Skipulagsstofnunar.